Neptúnus
Linkar
Hemildir

Velkomin á þessa heimasíðu um Neptúnus.

Neptúnus er yst stóru reikistjarnanna ef við sleppum Plútó. Það var spáð fyrir um tilvist hans út frá athugunum á braut Úranusar. Þessar kenningar voru byggðar á þyngdarlögmáli Newtons og þar sem ákveðin skekkja var í útreikningunum hlaut að vera önnur stjarna þarna. Þannig gátu menn reiknað út braut og massa Neptúnusar. Neptúnus sást síðan í sjónauka 1846 á þeim stað sem útreikningar höfðu staðsett hann.
Neptúnus er nefnd eftir sjávarguði Rómverja. Hann er blár á litinn vegna metan lofthjúps. Vindhraði er mikill og er talið að lofthjúpurinn sé álíka þykkur og hjá Úranusi. Þar er að finna lægðarbletti og eru það væntanlega vindbreytingar eins og á Júpíter. Neptúnus er beltaskipt með háskýjaslæður og dökkan blett sem er samskonar blettur og rauði bletturinn á Júpíter. Einnig er annar kyrrstæður blettur á yfirborðinu. Hringir Neptúnusar eru fjórir talsins, mjóir og eru þeir svipaðir Satúrnusarhringjunum.
Neptúnus er úr vetni, helíum og metan og er mun stærri en Jörðin. Neptúnus er einnig 17 sinnum massmeiri en hún. Meðalhiti er - 216°C. Á Neptúnus er að finna merki um innra orkuflæði sem enginn getur skýrt.
Neptúnus er 164 ár að fara í kringum sólina en rúmlega nítján tíma að snúast um sjálfan sig (16,1 klst.).
Neptúnus hefur átta tungl, en einungis tvö (Tríton(Fundið af W. Lassell í Englandi árið 1846) og Nereid (undið af G. Kuiper í Bandaríkjunum árið 1949)) voru þekkt áður en Voyager 2 skoðaði hnöttinn. Hin sex tunglin eru Próteus, Larissa, Galatea, Despina, Talassa og Naiad. Sjö tunglanna eru mjög lítil en Tríton er stórt. Það er úr ísilögðu bergi og hefur þunnan köfnunarefnishjúp. Þar eru árstíðarskipti en einnig er að finna eldvirkni af einhverri tegund. Tríton snýst öfugt við önnur tungl og Neptúnus og getur það stafað af því að hann hafi verið reikistjarna. Braut Plútós sker braut Úranusar og Neptúnusar. Gætu þessar reikistjörnur þá ekki rekist hver á aðra? Þessi spurning kann að láta lítið yfir sér en reynist búa yfir skrýtnum og skemmtilegum atriðum þegar að er gáð. Meðal annars tengist svarið við henni þeim hugmyndum sem menn hafa gert sér á hverjum tíma um myndun Plútós. Svarið sem hér er birt er byggt á nýlegum rannsóknum og miklum útreikningum. Samkvæmt þeim er hnekkt fyrri hugmyndum um að Plútó hafi upphaflega verið tungl Neptúnusar.

Reyndar er ekki rétt að braut Plútós skeri braut Úranusar en hins vegar sker hún braut Neptúnusar. Það sýnist okkur að minnsta kosti ef við horfum ofan á brautarsléttu eða -plan sólkerfisins.

Ef brautirnar skerast í raun og veru er auðvitað eðlilegt að hugsa sér að einhvern tímann komi að því að reikistjörnunar tvær séu staddar í sama skurðpunktinum á sama tíma - og þá yrði árekstur! En hér er tvennt að athuga sem hvort um sig dugir til að pláneturnar komast aldrei mjög nálægt hvor annarri.

Í fyrsta lagi hallast braut Plútós verulega miðað við brautarsléttu Neptúnusar. Brautarslétturnar liggja báðar um sól og skerast því í beinni línu sem liggur líka gegnum sólina. Til þess að reikistjörnurnar geti rekist á er ekki nóg að þær virðist koma í sama punkt þegar horft er ofan á brautarslétturnar, heldur þyrftu stjörnurnar að vera á þessari línu sem er sameiginleg báðum brautarsléttunum og kallast hnútalína. En þá vill ekki betur til en svo að Plútó er alltaf fjærst þessari línu og um leið fjærst brautarsléttu Neptúnusar þegar hann er næst sól, það er að segja þegar hann gæti ella verið að rekast á Neptúnus. Þetta sést glöggt á myndinni hér á eftir.
 

Þetta er mynda af öllum reikistjörnunum.

planets.jpg

Bjarki Kristjánsson